Hætt saman eftir þriggja ára langt samband

Cole Sprouse og Lili Reinhart.
Cole Sprouse og Lili Reinhart. Samsett mynd

Leikararnir Cole Sprouse og Lili Reinhart eru hætt saman eftir þriggja ára samband. Parið kynntist við tökur á þáttunum Riverdale. Þau hafa áður hætt saman en eins og er eru þau ekki saman að því er fram kemur í erlendum slúðurmiðlum. 

Heimildarmaður People segir parið nú vera hætt saman en talsmenn leikaranna vildu ekki tjá sig um málið þegar miðillinn leitaði eftir því. 

Heimildarmaður Page Six segir að parið hafi hætt saman áður en kórónuveirufaraldurinn fór að hafa áhrif á daglegt líf í Bandaríkjunum. Þau hafa því ekki verið saman í samkomubanni en eru þó sögð góðir vinir. 

Riverdale-leikarinn, Skeet Ulrich, og kærasta hans, Megan Blake Irwin, gáfu í skyn að parið væri hætt saman í lifandi streymi á Instagram. Þar var Ulrich sem leikur föður Sprouse á skjánum spurður hvort honum þætti Cole Sprouse og Lili Reinhart sætt par. 

„Mér fannst þau vera sætt par,“ svaraði Ulrich. „Þau voru mjög sætt par,“ sagði Irwin einnig og lagði áherslu á þátíðina í setningunni. 

Riverdale-leikararnir Cole Sprouse, Camila Mendes, Lili Reinhart, Madelaine Petsch og …
Riverdale-leikararnir Cole Sprouse, Camila Mendes, Lili Reinhart, Madelaine Petsch og K.J. Apa. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.