Biðst afsökunar á „blackface“-atriði

Jimmy Fallon hefur beðist afsökunar.
Jimmy Fallon hefur beðist afsökunar. TIMOTHY A. CLARY

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon biðst afsökunar á því að hafa málað andlit sitt svart, svokallað „blackface“, í sketsi í grínþáttunum Saturday Night Live árið 2000. 

Sketsinn fór um netið sem eldur í sinu á mánudaginn og krafðist fólk þess að Fallon myndi láta af störfum fyrir athæfið. Á þriðjudag baðst hann fyrirgefningar á því að hafa málað andlit sitt svart. Fallon sagðist ekki eiga sér nokkrar málsbætur og þakkaði almenningi fyrir að veita sér aðhald. 

„Árið 2000, í SNL, gerði ég skelfileg mistök að herma eftir Chris Rock með blackface,“ skrifaði Fallon á Twitter. 

Saturday Night Live hófu göngu sína árið 1975 og eru þekktir fyrir að láta hvítt fólk leika svart fólk. Samkvæmt heimildum LA Times hefur frægt svart fólk á borð við Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, baráttumanninn Jesse Jackson og fleiri verið leikið af hvítu fólki í þáttunum. 

„Blackface“ er oft tengt kynþáttafordómum og á sér langa sögu í Bandaríkjunum. „Það á rætur sínar að rekja til kynþóttafordóma og snýst að miklu leyti um hræðslu við svart fólk og að gera grín að svörtu fólki,“ sagði dr. Kehinde Andrews, prófessor í félagsfræði við Birmingham City University, í viðtali við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes