Biðst afsökunar á „blackface“-atriði

Jimmy Fallon hefur beðist afsökunar.
Jimmy Fallon hefur beðist afsökunar. TIMOTHY A. CLARY

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon biðst afsökunar á því að hafa málað andlit sitt svart, svokallað „blackface“, í sketsi í grínþáttunum Saturday Night Live árið 2000. 

Sketsinn fór um netið sem eldur í sinu á mánudaginn og krafðist fólk þess að Fallon myndi láta af störfum fyrir athæfið. Á þriðjudag baðst hann fyrirgefningar á því að hafa málað andlit sitt svart. Fallon sagðist ekki eiga sér nokkrar málsbætur og þakkaði almenningi fyrir að veita sér aðhald. 

„Árið 2000, í SNL, gerði ég skelfileg mistök að herma eftir Chris Rock með blackface,“ skrifaði Fallon á Twitter. 

Saturday Night Live hófu göngu sína árið 1975 og eru þekktir fyrir að láta hvítt fólk leika svart fólk. Samkvæmt heimildum LA Times hefur frægt svart fólk á borð við Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, baráttumanninn Jesse Jackson og fleiri verið leikið af hvítu fólki í þáttunum. 

„Blackface“ er oft tengt kynþáttafordómum og á sér langa sögu í Bandaríkjunum. „Það á rætur sínar að rekja til kynþóttafordóma og snýst að miklu leyti um hræðslu við svart fólk og að gera grín að svörtu fólki,“ sagði dr. Kehinde Andrews, prófessor í félagsfræði við Birmingham City University, í viðtali við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes