61 árs gamalli Madonnu er drullusama

Madonna kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún …
Madonna kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún birti þessa mynd á Instagram. Skjáskot/Instagram

Söngkonunni Madonnu er alveg sama um hvað öðrum finnst um hana. Hún hefur verið dugleg að ögra síðan hún kom fram á sjónvarsviðið á níunda áratugnum og hefur ekkert breyst í þeim efnum þrátt fyrir að vera orðin 61 árs. 

Á dögunum birti hún mynd af sér á Instagram þar sem hún er í efnislitlum nærfötum og með ljóst hár. Á meðan margir hafa verið í þægilegum heimafötum síðustu vikur lýsti Madonna fatastíl sínum með mynd sem felur afar lítið.  

Söngkonan bjóst við að fá athugasemdir fyrir ögrandi myndina og sendi virkum í athugasemdum strax skýr skilaboð. Henni er nákvæmlega sama um álit annarra. 

„Og fyrir ykkur sem móðguðust á einhvern hátt með þessari mynd vil ég láta ykkur vita að ég útskrifaðist úr Háskólanum mér er drullusama með góðum árangri. Takk fyrir að koma í útskriftina mína,“ skrifað Madonna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Seinni partinn skeður eitthvað skrýtið og skemmtilegt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Seinni partinn skeður eitthvað skrýtið og skemmtilegt.