Nýskilinn og kominn með nýja

Justin Hartley er nýskilinn og kominn með nýja.
Justin Hartley er nýskilinn og kominn með nýja. AFP

This Is Us-leikarinn Justin Harley og leikkonan Sofia Pernes eru nýjasta parið í Hollywood. Parið var myndað að kyssast um helgina en ástin kviknaði í kórónuveirufaraldrinum. Parið kynntist fyrst í sápuóperunni The Young and the Restless fyrir nokkrum árum. 

Heimildarmaður ET segir að parið sé nýbyrjað að hittast og njóti þess að vera saman. Þau hafa eytt miklum tíma saman að undanförnu og nýtt samkomubann og aðrar takmarkanir vegna kórónuveirunnar til að kynnast hvort öðru betur. Leikararnir höfðu unnið saman áður, en sambandið var þá ekki rómantískt. 

Hartley sem er 12 árum eldri en nýja kærastan en nýskilinn við fyrrverandi eiginkonu sína, leikkonuna Chrishell Stause. Heimildarmaðurinn segir Stause vera miður sína enda aðeins nokkrir mánuðir síðan þau skildu. Hún er þó sögð átta sig á því að þau þurfa bæði að halda áfram með líf sín. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.