Vill West burt úr húsinu en ekki skilnað

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Kanye West, hafa oft verið á betri stað. Aukin samvera vegna kórónuveirunnar hefur ekki gert þeim gott en Kardaashian sér þó ekki skilnað sem lausn að því fram kemur á vef The Sun. 

Heimildarmaður segir samskipti Kardashian og West vera erfið vegna mikillar samveru að undanförnu. Stjörnuhjónin eru sögð óvön að verja svona miklum tíma saman eins og núna í kórónuveirufaraldrinum. Kardashian vill þó ekki skilnað. 

Kardashian gekk í gegnum skilnað fyrir tæpum tíu árum. Skilnaðurinn olli miklu fjölmiðlafári og vill Kardashian ekki ganga í gegnum slíkt aftur. Telur heimildarmaðurinn sem þekkir til hjónanna telur að þau ákveði að flytja tímabundið í sundur til þess að fá frí hvort öðru en finnst ólíklegt að þau skilji. 

Hjónin eiga fjögur ung börn saman og fögnuðu sex ára brúðkaupsafmæli um síðustu helgi. Kardashian er sögð mjög stolt af hjónabandi sínu en hún er eina Kardashian/Jenner-systirin sem er gift. 

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.