Fagnar fimm ára trans afmæli

Caitlyn Jenner.
Caitlyn Jenner. AFP

Fimm ár eru liðin frá því Caitlyn Jenner sat fyrir á forsíðu Vanity Fair og tilkynnti umheiminum að hún væri kona. En margir mun eftir henni úr raunveruleikaþáttunum Keeping up with the Kardashians.

Jenner var 65 ára þegar hún ákvað að stíga skrefið og skipta um kyn. Alla sína ævi hafi hún barist við þessar tilfinningar um að hún væri ekki í réttum líkama, svo mjög að hún lagði hart að sér að skara fram úr í íþróttum til þess að sanna sig.

„Ég sé ekki eftir neinu,“ segir Jenner í viðtali við People. „Þetta var mjög tilfinningarík stund. Þarna var ég Caitlyn Marie Jenner en síðan hugsaði ég um Bruce. Átti hann skilið að vera kastað í burtu? Hann gerði margt gott og ól upp tíu börn. En ég gat ekki snúið til baka. Bruce gerði allt sem hann gat, hvað ætlar Caitlyn að gera?“

„Ég leit á þetta sem tækifæri til þess að breyta heiminum. 51% trans fólks fremur sjálfsvíg og morðtíðnin er einnig há en við höfum verið að missa eina trans konu aðra hverja viku.“

Jenner sem er repúblikani segir hennar pólitísku skoðanir hafi staðið í vegi fyrir henni að aðlagast LGBTQ samfélaginu. „Þau sögðu að ég væri of stuðandi og það særði mig mjög. Ég var barnaleg, ég hélt að ég gæti breytt heiminum. Nú veit ég að ég get aðeins reynt að breyta einni manneskju í einu.“ Nú skilgreinir hún sig sem íhaldsama þegar kemur að efnahagsmálum en róttæka í félagsmálun. „Við þurfum jafnrétti fyrir alla sama hver er í Hvíta húsinu.“

Fimm ár eru liðin frá því Caitlyn Jenner kom út …
Fimm ár eru liðin frá því Caitlyn Jenner kom út úr skápnum sem trans kona.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson