Ian Holm látinn

Holm í gervi Bilbós Bagga.
Holm í gervi Bilbós Bagga. Ljósmynd/MGM

Breski leikarinn Sir Ian Holm er látinn, 88 ára að aldri. Holm er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Bilbó Bagga í kvikmyndaþríleiknum um Hringadróttinssögu í upphafi aldarinnar.

Holm var 88 ára að aldri.
Holm var 88 ára að aldri.

Holm hætti að koma fram í leikhúsum árið 1976 eftir alvarleg tilfelli af sviðsskrekk, en fann nýja kynslóð aðdáenda eftir leik sinn í gervi Bilbós.

Hann til Bafta-verðlauna og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem fimleikaþjálfarinn Sam Mussabini í kvikmyndinni Chariots of Fire sem kom út árið 1981.

Í sóttkví á hobbitaheimili sínu

Fyrr í þessum mánuði sagðist hann leiður yfir að geta ekki tekið þátt í endurfundum helstu leikara Hringadróttinssögu, sem þá fóru fram með fjarfundarbúnaði.

„Mér þykir leitt að geta ekki séð ykkur í eigin persónu, ég sakna ykkar allra og vona að ævintýrin ykkar hafi fært ykkur á marga staði, ég er í sóttkví á hobbitaheimili mínu, eða hólmi (e. holm).“

Holm lést á sjúkrahúsi í morgun, í faðmi fjölskyldu sinnar. Eru veikindi hans sögð hafa verið tengd Parkinson’s sjúkdómnum.

Umfjöllun Guardian

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.