DiCaprio hélt afmælisveislu fyrir kærustuna á snekkju

Leonardo DiCaprio hélt veislu á snekkju fyrir kærustuna.
Leonardo DiCaprio hélt veislu á snekkju fyrir kærustuna. AFP

Leikkonan Camila Morrone fagnaði 23 ára afmæli sínu á dögunum. Kærastinn hennar, hinn 45 ára gamli Leonardo DiCaprio hélt veislu til heiðurs henni á snekkju í Los Angeles á föstudaginn.

Kúrekaþema var í veislunni og náðust myndir af DiCaprio með kúrekahatt og andlitsgrímu sama dag. 

Á meðal gesta voru leikkonan Nina Dobre, snjóbrettakappinn Shaun White og leikararnir Kevin Connoly og Lukas Haas. 

Snekkjan, Leight Star Super Yacht, sigldi úr höfn í Marina Del Rey í Los Angeles um klukkan 11 fyrir hádegi og kom aftur í höfn um klukkan hálffimm síðar um daginn. DiCaprio og Morrone hafa verið í sambandi síðan í desember 2017. 

Camila Morrone varð 23 ára 16. júní.
Camila Morrone varð 23 ára 16. júní. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.