Orlando Bloom kíkti á sendiherra Bandaríkjanna í Íslandsheimsókninni

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Orlando Bloom.
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Orlando Bloom. Skjáskot/Twitter

Enski leikarinn Orlando Bloom kom við í sendiráði Bandaríkjanna þegar hann var hér á landi í júní síðastliðinn. Bandaríski sendiherrann Jeffrey Ross Gunter í birti í dag mynd af sér ásamt leikaranum á Twitter. 

Hann segist hafa notið þess að eyða tíma með hinum hæfileika Orlando Bloom þegar hann kíkti í heimsókn. „Hollywood er vörumerki og iðnaður sem ómar um heim allan og sameinar tvo góða vini eins og Bandaríkin og Ísland. Takk fyrir að koma í heimsókn Orlando,“ skrifar Gunter í Twitter færslu sinni. 

Bloom sást hér á landi 16. júní en fregnir herma að hann sé nú kominn heim til Kaliforníu í Bandaríkjunum, enda á unnusta hans, tónlistarkonan Katy Perry, von á fyrsta barni þeirra saman núna í sumar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, láttu það ekki koma þér úr jafnvægi, reyndu frekar sjá að fyndnu hliðina á því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, láttu það ekki koma þér úr jafnvægi, reyndu frekar sjá að fyndnu hliðina á því.