21 árs gamall Beckham trúlofaður

Hinn 21 árs gamli Brooklyn Beckham er trúlofaður.
Hinn 21 árs gamli Brooklyn Beckham er trúlofaður. Skjáskot/Instagram

Hinn 21 árs gamli Brooklyn Beckham, elsti sonur Davids og Victoriu Beckham, er trúlofaður leikkonunni Nicoly Peltz. Beckham tilkynnti trúlofunina um helgina. 

„Ég bað sálufélaga minn að giftast mér fyrir tveimur vikum og hún sagði já. Ég er heppnasti maður í heimi. Ég lofa að verða besti eiginmaðurinn og besti faðirinn einn daginn,“ skrifaði hinn ungi Beckham á Instagram. 

Beckham og Peltz opinberuðu samband sitt síðastliðinn janúar þegar Beckham óskaði kærustunni til hamingju með 25 ára afmælið. 

Beckham var áður í sambandi með fyrirsætunni Hönu Cross en þau hættu saman í september síðastliðnum. Hann var einnig í sambandi með leikkonunni Chloe Graze Moretz frá 2014 til 2018.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.