Líkið er af Riveru

Naya Rivera ásamt syni sínum Josey Hollis.
Naya Rivera ásamt syni sínum Josey Hollis. AFP

Lögregla bar rétt í þessu kennsl á lík sem fannst í stöðuvatni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Líkið er af Glee-stjörnunni Nayu Riveru, að sögn lögreglu. 

Rivera, sem var 33 ára gömul, hvarf þegar hún var í siglingu með fjögurra ára syni sínum. Þau fóru út í vatnið að synda en móðir hans sneri ekki aftur úr sundinu. Hann fannst sofandi á bátnum og sagði lögreglu síðar að hann hefði séð móður sína „hverfa undir yfirborð vatnsins“.

Lík fannst í vatninu, þar sem mæðginin höfðu synt, í dag. Nú er ljóst að það er af leikkonunni sem þekkt er fyrir leik sinn í þáttaröðinni Glee. 

Bill Ayub lögreglustjóri á blaðamannafundi í dag.
Bill Ayub lögreglustjóri á blaðamannafundi í dag. AFP

Bill Ayub lögreglustjóri sagðist í dag viss í sinni sök um að líkið væri af Rivera. Hvorki leikur grunur á að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað né um að hún hafi tekið sitt eigið líf. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.