Fékk munnmakakennslu frá eiginkonu Lowe

Leikararnir Gywneth Paltrow og Rob Lowe.
Leikararnir Gywneth Paltrow og Rob Lowe. Samsett mynd

Leikkonan Gwyneth Paltrow greindi frá því í hlaðvarpsþætti leikarans Lowe að eiginkona hans, Sheryl Berkoff, hefði frætt hana um hvernig ætti að stunda munnmök. Þegar fræðslan átti sér stað var Paltrow bara 15 eða 16 ára og Lowe ekki búinn að kynnast núverandi eiginkonu sinni. 

Förðunarfræðingurinn Berkoff var að vinna við að farða móður Paltrow, leikkonuna Blythe Danner, fyrir sjónvarpsmynd og Paltrow kom á tökustað í heimsókn. „Þetta var í Flórída. Ég hitti Sheryl og varð strax heltekin af henni.“

„Í fyrsta lagi var hún að hitta Keanu Reeves, sem var stjörnuskotið mitt, og hún var svo flott,“ sagði Paltrow um Berkoff. „Og hún vissi að ég væri að sníkja sígarettur og hún kom og reykti með mér bak við hjólhýsið og kenndi mér hvernig ætti að veita munnmök.“

Leikarinn Rob Lowe og eiginkona hans, förðunarfræðingurinn Sheryl Berkoff.
Leikarinn Rob Lowe og eiginkona hans, förðunarfræðingurinn Sheryl Berkoff. AFP

Paltrow segist hafa dáð Berkoff og þessum tíma fannst hún Berkoff vera flottasta pía allra tíma. Hún kunni að meta að Berkoff kom fram við hana eins og hún væri fullorðin þrátt fyrir að hún var bara menntaskólakrakki sem var ekki orðin fræg leikkona. 

Paltrow deildi ekki nákvæmum smáatriðum úr kennslu Berkoff og sagði þetta í dag ekki snúast um nákvæm tæknileg atriði. „Ég er þó viss um að ég fór eftir því um leið og ég fékk tækifæri til.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes