Instagram ritskoðar Madonnu

Madonna hefur fjarlægt myndbandið eftir áminningu frá Instagram.
Madonna hefur fjarlægt myndbandið eftir áminningu frá Instagram. mbl.is/Wikipedia

Tónlistarkonan Madonna hefur fengið áminningu frá samfélagsmiðlinum Instagram eftir að hún birti samsæriskenningarmyndband um kórónuveiruna. Í myndbandinu sem Madonna deildi með 15 milljónum fylgjenda sinna kom fram að það væri nú þegar búið að finna upp bóluefni gegn veirunni en því væri haldið leyndu svo „þeir ríku gætu orðið ríkari“.

Myndbandið hefur verið gert óskýrt með tilkynningu um að þetta séu falskar upplýsingar. Þá er notendum einnig vísað inn á vef sem gefur réttar upplýsingar um að bóluefni hafi ekki enn fundist og fellir þar með kenninguna. 

Madonna hefur nú þegar eytt myndbandinu út af aðgangi sínum en fylgjendur hennar gagnrýndu hana harkalega fyrir að birta myndbandið. Þar á meðal var poppstjarnan Annie Lennox sem skrifaði að hún tryði ekki að Madonna væri að deila svona hættulegum upplýsingum. 

Í myndbandinu sjálfu kom fram hópur sem kallar sig America's Frontline Doctors. Læknirinn Stella Immanuel greinir frá því í myndbandinu að henni hafi tekist að lækna 350 manns sem sýktir voru af veirunni með malaríulyfinu hydroxychloroquine.

Bæði Facebook og Twitter hafa fjarlægt myndbandið af sínum miðlum og merkt það sem falskar upplýsingar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi myndbandinu á Twitter fyrir skömmu og fékk 12 tíma tístbann fyrir vikið. 

BBC greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson