Sér eftir því að hafa ekki sofið hjá Gaye

Jane Fonda.
Jane Fonda. AFP

Bandaríska leikkonan Jane Fonda segist sjá eftir því að hafa ekki sofið hjá tónlistarmanninum Marvin Gaye á sínum tíma. 

Fonda var í viðtali við New York Times á dögunum þar sem hún svaraði nokkrum fullyrðingum um sjálfa sig. Þegar hún var spurð út í mótleikara sinn Marlon Brando sagði hún að hann hefði verið frekar mikil vonbrigði. Hún sagði hann þó góðan leikara. 

Þegar fullyrðingunni „Þín mesta eftirsjá er að hafa ekki sofið hjá Che Guevara“ var hent fram sagði Fonda nei.

„Nei ég hugsa ekki um hann. Sá sem ég hugsa um og sé mjög mikið eftir er Marvin Gaye. Hann vildi það en ég ekki. Ég var gift Tom [Hayden]. Ég hitti fullt af listamönnum til að reyna að skipuleggja tónleika fyrir Tom og konan sem var að hjálpa mér við það kynnti mig fyrir Marvin Gaye,“ sagði Fonda. 

Fonda giftist Hayden árið 1973 og voru þau gift í 17 ár áður en þau skildu. Þau eiga soninn Troy Garity saman. 

Þótt ekkert hafi gerst á milli Fonda og Gaye á sínum tíma las Fonda það í viðtali við hann seinna meir að hann hefði alltaf haft mynd af henni á ísskápnum sínum.

Í viðtali árið 2018 ræddi Fonda opinskátt um hvernig hún skilgreindi sig út frá karlmönnunum í lífi sínu um tíma. Það var ekki fyrr en hún var komin á sjötugsaldurinn og einhleyp að hún hætti því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson