Efron fann ástina í Ástralíu

Zac Efron og Vanessa Valladares hafa sést mikið saman síðustu …
Zac Efron og Vanessa Valladares hafa sést mikið saman síðustu vikurnar. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Zac Efron er búinn að finna ástina í örmum ástralskrar fyrirsætu að nafni Vanessa Valladares. 

Efron flutti til Byron Bay í Ástralíu fyrr á þessu ári en hann hafði verið með annan fótinn þar síðastliðin ár.

Efron og Valladares kynntust snemma í sumar þar sem hún var að vinna í Byron Bay General Store & Cafe. Samkvæmt heimildum UsWeekly varð samband þeirra rómantískt í júlí. 

Þau sáust saman í fríi í Thredbo í Nýju Suður-Wales fyrr í þessum mánuði. Seinna sáust þau svo saman á veitingastað í Lennox Head.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.