Sean Lennon stýrir afmælisþætti um föður sinn

Sean Lennon, sonur Yoko Ono og John Lennon mun stýra …
Sean Lennon, sonur Yoko Ono og John Lennon mun stýra afmælisþætti um föður sinn. AFP

Sean Ono Lennonmun stýra þætti tileinkuðum afmæli föður hans, John Lennon. Í þættinum mun Lennon meðal annars ræða við Sir Paul McCartney um samband hans við John. BBC greinir frá.

Bítillinn John Lennon hefði orðið 80 ára þann 9. október næstkomandi hefði hann lifað. Afmælisþátturinn verður í tveimur hlutum og fer í loftið 3. og 4. október. 

„Ég lít til baka á þetta eins og aðdáandi núna. Hversu heppin var ég að hitta þennan furðulega dreng, sem spilaði tónlist eins og ég gerði og við tókum höndum saman og gerðum hvorn annan betri,“ sagði McCartney í þáttunum. McCartney mun líka koma til með að taka upp gítarinn og spila eitt fyrsta lagið sem þeir Lennon sömdu saman, Just Fun. 

Paul McCartney verður gestur þáttarins og mun ræða um samband …
Paul McCartney verður gestur þáttarins og mun ræða um samband sitt við John Lennon. HO

Í þáttunum verður einnig rætt við hálfbróðir Sean, Julian, og guðföður hans Sir Elton John. 

Lennon var skotinn til bana þann 9. desember árið 1980. Í vikunni var greint frá því að morðingi hans, Mark Chapman, bað ekkju Lennon, Yoko Ono, afsökunar á sársaukanum sem hann olli henni. Afsökunarbeiðnina lagði hann fram fyrir dómara í ágúst á þessu ári þegar hann óskaði eftir reynslulausn. Honum var neitað í ellefta skiptið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið.