Jakobi Frímanni veitt heiðursmerki STEFs

Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, Jakob Frímann, og Bragi Valdimar …
Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, Jakob Frímann, og Bragi Valdimar Skúlason, stjórnarformaður. Ljósmynd/STEF

Tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon var sæmdur heiðursmerki STEFs á fundi fulltrúaráðs STEFs um liðna helgi. 

Jakob hefur um árabil gegnt trúnaðar- og forystustörfum fyrir STEF og fullyrða má að fáir, ef nokkur, hafi í seinni tíð unnið jafn ötult og óeigingjarnt starf fyrir tón- og textahöfunda. Fyrir atbeina og eftirfylgni Jakobs hafa fjölmörg framfaramál náðst í höfn og standa höfundar í þakkarskuld við þennan eljusama fram- og bakvörð tónlistarlífs í landinu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum ertu svo þrjósk/ur að það gengur út í öfgar. Þú ættir að gera eitthvað í því, það nennir enginn að standa í stappi við þig til lengri tíma.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum ertu svo þrjósk/ur að það gengur út í öfgar. Þú ættir að gera eitthvað í því, það nennir enginn að standa í stappi við þig til lengri tíma.