Filippus prins vonsvikinn með Meghan

Filippus prins er vonsvikinn.
Filippus prins er vonsvikinn. AFP

Filippus hertogi af Edinborg er mjög vonsvikinn að Meghan hertogaynja af Sussex hafi valið að styðja ekki við bresku konungsfjölskylduna og Harry Bretaprins að sögn Ingrid Seward sérfræðings í bresku konungsfjölskyldunni. Daily Mail greinir frá.

Hertoginn, sem sjálfur gaf feril sinn í sjóhernum upp á bátinn til að styðja við eiginkonu sína Elísabetu Englandsdrottningu, er sagður hafa verið pirraður þegar Meghan hertogaynja gerði ekki slíkt hið sama eftir að hún giftist inn í fjölskylduna. 

„Ég held hann sé mjög vonsvikinn af því honum finnst hann hafa gefið feril sinn upp á bátinn til að standa við bakið á drottningunni og hjálpa konungsfjölskyldunni. Og af hverju getur Meghan ekki bara hætt leiklistarferli sínum, staðið við bakið á eiginmanni sínum og konungsfjölskyldunni,“ sagði Seward.

Harry Bretaprins, barnabarn Filippusar og Elísabetar, og eiginkona hans Meghan hertogaynja sögðu skilið við konunglegar skyldur sínar í mars síðastliðinn. Þau stefndu á fjárhagslegt sjálfstæði og fluttu til Bandaríkjanna. Fyrr í haust gerðu þau stóran samning við streymisveituna Netflix um gerð fjölbreytts sjónvarpsefnis. 

Seward segir Filippus hafa ekki mikið vilja blanda sér í málin þegar Harry og Meghan tilkynntu fyrst um áform sín. 

„Auðvitað fer þetta svakalega í taugarnar á honum. Og þegar þau hittust í Sandringham, þá sást Filippus yfirgefa húsið í flýti þegar þau öll komu. Hann vill einfaldlega ekki blanda sér inn í málin lengur,“ sagði Seward. 

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson