Hjarta Foxx í molum eftir lát systur hans

Jamie Foxx.
Jamie Foxx. AFP

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Jamie Foxx greindi frá láti systur sinnar, DeOndru Dixon, á Instagram. Foxx var mjög náinn systur sinni sem var með Downs-heilkenni og aðeins 36 ára þegar hún lést. Dixon var útnefnd sérstakur sendiherra Global Down Syndrome Foundation árið 2011. 

„Hjarta mitt er í molum,“ hóf Foxx einlæga færslu á Instagram á. Sagði hann systur sína hafa farið yfir í annan heim. Hann vildi ekki segja látin þar sem hann sagði hana halda áfram að lifa. Hann sagði systur sína hafa vera mikinn gleðigjafa sem fannst mjög gaman að dansa. Systir Foxx dansaði í tónlistarmyndbandi hans við lagið Blame it. Hún dansaði einnig á Grammy-verðlaununum. 

„Ég veit að hún er í himnaríki núna að dansa með vængjum ... Þrátt fyrir að sársauki minn sé ótrúlegur brosi ég þegar ég hugsa um allar minningarnar sem hún skildi eftir,“ skrifaði Foxx. „Fjölskylda okkar er mölbrotin en við munum púsla brotunum saman með ást þinni,“ skrifaði Foxx um systur sína og bað fólk að biðja fyrir fjölskyldu sinni. 

View this post on Instagram

My heart is shattered into a million pieces... my beautiful loving sister Deondra has transitioned... I say transitioned because she will always be alive... anyone who knew my sis... knew that she was a bright light... I can’t tell you how many times we have had parties at the house where she has got on the dance floor and stolen the show... even gave her boyfriend @chrisbrownofficial a run for his money... well I know she is in heaven now dancing with her wings on...tho my pain is unbelievable I smile when I think of all of the great memories that she left me... my family... and her friends… from dancing in the blame it video… to Dancing on the Grammys… And becoming The ambassador to @globaldownsyndrome... from sliding down my stairs with a grin as wide as the rio grand... to serenading us with all of her music... Deondra you have left A hole in my heart... but I will fill it with all of the memories that you gave me ... I love you with every ounce of me... our family is shattered but we will put the pieces back together with your love... and y’all please keep my family in your prayers... 💔💔💔

A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) on Oct 26, 2020 at 1:55pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.