Áðdáendur Depps ráðast á Heard á netinu

Leikkonan Amber Heard við réttarhöldin í sumar.
Leikkonan Amber Heard við réttarhöldin í sumar. AFP

Leikkonan Amber Heard hefur verið kölluð öllum illum nöfnum á netinu eftir að dómur féll í meiðyrðamáli leikarans Johnnys Depps gegn The Sun í síðustu viku. Depp höfðaði mál gegn The Sun fyrir að kallla hann ofbeldismann í frétt sinni.

Dómur féll í málinu í síðustu viku og tapaði Depp málinu. Dómarinn sagði að orð The Sun um að hann hefði lamið eiginkonu sína ættu við rök að styðjast. Depp og Heard gengu í það heilaga árið 2015 og sótti hún um skilnað 15 mánuðum seinna. Hún hefur sakað hann um að beita sig ofbeldi yfir tíu sinnum á þeim tíma sem þau voru gift.

Í kjölfar dómsins bar Universal Studios Depp að segja sig frá Fantastic Beasts-verkefninu og greindi hann frá því opinberlega. Aðdáendur hans eru síður en svo sáttir og kenna Heard um hvernig fór. 

„Ég vona að Amber Heard lendi fyrir fokking rútu og deyi, því út af því hvað í fjandanum,“ skrifaði einn. „Núna þegar kosningarnar eru búnar, getum við talað um hversu mikill djöfull Amber Heard er og að Johnny Depp hafi verið fórnarlamb „cancel“-menningarinnar,“ skrifaði annar. Fleiri ummæli hafa verið höfð um leikkonuna á Twitter og eru þau fæst falleg.

Johnny Depp.
Johnny Depp. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt aldrei eftir að sjá eftir þeim tíma sem þú verð til menntunar. Það verður rólegt hjá þér næstu daga.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt aldrei eftir að sjá eftir þeim tíma sem þú verð til menntunar. Það verður rólegt hjá þér næstu daga.