Fagna 73 ára brúðkaupsafmæli í dag

Elísabet og Filippus giftu sig árið 1947.
Elísabet og Filippus giftu sig árið 1947. AFP

Elísa­bet Bretadrottning og Fil­ipp­us prins fagna í dag, 20. nóvember, 73 ára brúðkaupsafmæli. Gera má ráð fyrir að lítið verði um hátíðarhöld í ár vegna kórónuveirunnar og aldurs hjónanna. Drottningin er orðin 94 ára og eiginmaður hennar 99 ára. 

Buckingham-höll sendi frá sér mynd í tilefni dagsins. Á myndinni má sjá gömlu hjónin skoða kort sem barnabarnabörnin Georg, Karlotta og Lúðvík sendu þeim í tilefni dagsins. Myndin var tekin í Windsor-kastala hinn 17. nóvember. 

Hjónin gengu í hjóna­band í West­minster Abbey 20. nóv­em­ber 1947, aðeins tveim­ur árum eft­ir lok seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Mik­ill fjöldi fólks fagnaði deg­in­um með þeim á þeim tíma en kon­ung­borið fólk alls staðar að úr heim­in­um kom til London til að taka þátt í veislu­höld­un­um.

Fjölmargir hafa óskað hjónunum til hamingju með brúðkaupsafmælið. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja óskuðu hjónunum til hamingju með afmælið á samfélagsmiðlum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.