Fór í brjóstaminnkun 16 ára

Amelia Hamlin fékk að finna fyrir því þegar hún fékk …
Amelia Hamlin fékk að finna fyrir því þegar hún fékk sér gat í geirvörtuna. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Amelia Hamlin fór í brjóstaminnkun 16 ára. Aðgerðina fór hún í eftir að upp kom sýking í kjölfar þess að hún fékk sér gat í geirvörtuna sem breytti stærð brjósta hennar. 

„Ég var með 40 stiga hita. 40. Vinstra brjóstið varð mjög stórt. Ég var 16 og fékk brjóstabólgu eða hvað sem það er. Þetta er það versta sem ég hef upplifað,“ sagði Hamlin í hlaðvarpsþætti að því fram kemur á vef E. 

Þegar Hamlin fór á spítala var henni tjáð að hún væri með sýkingu í nýrunum. Það kom síðan í ljós að gatið í geirvörtunni kom sýkingunni af stað. „Þú ert með streptókokka í vinstra brjóstinu,“ sagði læknirinn við hana. Það munaði mjóu að hún fengi blóðeitrun. Hún segir streptókokkasýkingu hafa verið í líkama sínum og færst í brjóstið eftir götunina.

Brjóstið varð ekki eðlilegt af sjálfu sér svo hún fór í aðgerð.  

„Þetta gerði brjóstin á mér svo ójöfn,“ sagði Hamlin, sem ákvað að láta laga bæði brjóstin þar sem hún vildi ekki lifa það sem eftir væri með annað brjóstið stærra en hitt. 

View this post on Instagram

A post shared by Amelia (@ameliagray)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.