Helgi Björns kveður skjáinn um helgina

Í upphafi voru þættirnir sendir út undir merkjum „Heima með …
Í upphafi voru þættirnir sendir út undir merkjum „Heima með Helga“ svo sem „Það er komin verslunarmanna-Helgi“ og nú í haust sem „Það er komin Helgi“. Ljósmynd/Mummi Lú

Lokaþáttur af „Það er komin Helgi“ verður sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans, á K100 og í streymi á mbl.is á laugardagskvöldið. Sérstök söfnun fyrir Mæðrastyrksnefnd fer fram meðfram útsendingunni.

Helgi hefur skemmt landsmönnum í gegnum sjónvarpsskjáinn í faraldrinum en þættirnir byrjuðu sem ein prufuútsending í byrjun mars. Nú ætlar Helgi, samstarfsfólk hans og Síminn að bjóða upp á sérstaka þakkargjörðar- og hátíðarútgáfu af þættinum. Þátturinn verður lengri en áður og fleiri gestir koma í hlöðuna.

„Jólin nálgast og það er ljóst að hátíðirnar verða mörgum heimilum þyngri róður en áður. Fyrirtæki og einstaklingar hafa víða látið til sín taka og Helgi, hans samstarfsfólk og Síminn ætla ekki að láta sitt eftir liggja,“ segir í tilkynningu og er þar vísað til söfnunarinnar fyrir Mæðrastyrksnefnd.

Þyngd lóðanna í höndum hvers og eins

„Við erum alveg gríðarlega þakklát því hvað Helgi og kvöldvökurnar hans hafa fallið vel að landsmönnum bæði síðasta vor og nú í haust. Okkur fannst við verða að nýta þessa velgengni þáttarins til góðra verka og í sameiningu ákváðum við að styðja starfsemi Mæðrastyrksnefndar,“ segir Pálmi Guðmundsson, dagskrástjóri Sjónvarps Símans. 

Til þess að taka þátt í símasöfnun fyrir Mæðrastyrksnefnd þarf einungis að senda sms-ið „Helgi“ í númerið 1900 en þá fara sjálfkrafa 1.000,- krónur af næsta símreikningi til Mæðrastyrksnefndar.

„Vitanlega verður hægt að senda fleiri en eitt sms í þetta númer og þannig hverjum í sjálfval sett hvað viðkomandi leggur þung lóð á vogarskálarnar með Helga og hans gestum. Þá verður einnig hægt að leggja söfnuninni lið í gegnum smáforritið Síminn Pay,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hægðu á þér. Einhver gagnrýnir þig en þér er slétt sama. Þú veist hver þú ert og hvert þú ætlar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hægðu á þér. Einhver gagnrýnir þig en þér er slétt sama. Þú veist hver þú ert og hvert þú ætlar.