Kominn með nýja konu

Max Ehrich er kominn með nýja kærustu.
Max Ehrich er kominn með nýja kærustu. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi unnusti Demi Lovato, Max Ehrich, er kominn með nýja kærustu tveimur mánuðum eftir að hann og Lovato slitu trúlofun sinni. 

Ehrich sást á ströndinni í Miami í Bandaríkjunum með söngkonunni Mariuh Angeliq. Parið sást rölta við ströndina og setjast svo í sandinn. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau Ehrich og Angeliq sjást saman en þau sáust kyssast og taka myndir af sér á ströndinni í Miami fyrr í þessum mánuði. 

Ehrich og Lovato áttu í stuttu sambandi en þau trúlofuðu sig í júlí síðastliðnum eftir 4 mánaða samband. Þau slitu trúlofun sinni í september. 

Us Weekly

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.