Segir skilnaðinn byggðan á lygum

Erika Jayne og Tom Girardi höfðu verið gift í 21 …
Erika Jayne og Tom Girardi höfðu verið gift í 21 ár þegar Jayne sótti um skilnað fyrir um mánuði síðan. Skjáskot/Instagram

Lögmannsstofan Endelson sakar raunveruleikastjörnuna Eriku Jayne og lögmanninn Tom Girardi um að hafa sótt um skilnað til þess að fela pappírsslóð sína í fjársvikamáli. Jayne sótti um skilnað við Girardi fyrir um mánuði en þau höfðu verið gift í 21 ár.

Lögmannsstofan lagði fram kæru í héraðsdómi í Illinois í vikunni þess efnis að raunveruleikastjarnan og lögmaðurinn hefðu dregið sér háar fjárhæðir í tryggingamáli. Endelson leggur fram kæruna fyrir hönd skjólstæðinga sinna, fjölskyldna þeirra sem létust í Lion Air-fluginu árið 2018. 

Í málsgögnunum, sem People hefur undir höndum, segir Endelson að þau hafi stolið tryggingafénu og notað það til að fjármagna glæsilegan lífsstíl sinn. 

Lögmannsstofa Girardis, Girardi & Keese, er einnig í pappírunum og segir Endelson stofuna á barmi gjaldþrots.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.