Saka Shia LaBeouf um ofbeldi

Shia LaBeouf.
Shia LaBeouf. AFP

Tónlistarkonan FKA Twigs kærði leikarann Shia LaBeouf á dögunum fyrir kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. Stjörnurnar áttu í ástarsambandi á árunum 2018 og 2019. Eftir að kæra FKA Twigs komst í fréttir steig tónlistarkonan Sia fram á twitter og sagði leikarann hafa farið illa með sig. 

„Shia LaBeouf meiðir konur,“ segir í kærunni sem Variety hefur undir höndum. „Hann notar þær, hann misnotar þær, bæði líkamlega og andlega. Hann er hættulegur.“

Söngkonan FKA Twigs.
Söngkonan FKA Twigs. AFP

Í twitterfærslu segir Sia að LaBeouf hafi líka sært sig andlega og leikarinn sé með lygasýki. Tónlistarkonan segir að hann hafi logið að henni, sagt henni að hann væri einhleypur, með það að markmiði að halda fram hjá með henni. Hún útskýrði framhjáhaldið ekki frekar. 

„Ég trúi að hann sé mjög veikur og hef samúð með honum OG fórnarlömbum hans,“ tísti Sia. 

Tónlistarkonan Sia
Tónlistarkonan Sia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes