Heilaæxlið minnkað mikið

Heilaæxli Tom Parker hefur minnkað mikið.
Heilaæxli Tom Parker hefur minnkað mikið. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Tom Parker fékk þær gleðifréttir á dögunum að heilaæxli sem hann er með hefði minnkað mikið. Parker greindist með alvarlegt æxli í heila á síðasta ári. Hann fékk þær fréttir að ekki væri hægt að fjarlægja það með aðgerð.

Hann hefur nú undirgengist lyfja- og geislameðferð sem hefur skilað góðum árangri. „Marktæk minnkun: Þetta eru orðin sem ég heyrði í dag og ég get ekki hætt að segja þau aftur og aftur. Þetta er góður dagur,“ skrifaði söngvarinn í færslu á instagram. 

Hinn 32 ára Parker fékk tvö flog síðasta sumar og fór í kjölfarið í rannsóknir.

Parker var liðsmaður í sveitinni The Wanted. Hann öðlaðist mikla frægð í kring um 2010 þegar lög sveitarinnar rötuðu á topplista víða um heim. Hljómsveitin fór í dvala árið 2014. Eftir það fór Parker með hlutverk Dannys Zukos í uppsetningu á söngleiknum Grease og komst í úrslit í þáttunum Celebrity Masterchef.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra.