Sex and the City aftur á skjáinn án Cattrall

Sarah Jessica Parker, Kristin Davis og Cynthia Nixon snúa aftur …
Sarah Jessica Parker, Kristin Davis og Cynthia Nixon snúa aftur á skjáinn en Kim Cattrall verður ekki með. AP

Leikkonunnar Cynthia Nixon, Sarah Jessica Parker og Kristin Davis munu snúa aftur á skjáinn í nýrri Sex and the City-seríu. Athygli vekur að sú fjórða, Kim Cattrall, mun ekki snúa aftur með þeim. 

Leikkonurnar þrjár deildu allar stiklu úr þáttunum á samfélagsmiðlum í gær. Um er að ræða tíu 30 mínútna þætti sem sjónvarpsstöðin HBO framleiðir. Nýja serían byggist á bókinni Sex and the City eftir Candice Bushnell og á upphaflegu þáttunum eftir Darren Star. Í þeim verður fylgst með Carrie, Miröndu og Charlotte á sextugsaldrinum. 

Ráðgert er að framleiðsla á þáttunum hefjist í New York á vormánuðum. 

View this post on Instagram

A post shared by SJP (@sarahjessicaparker)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.