Tiffany Trump trúlofuð

Tiffany Trump er trúlofuð.
Tiffany Trump er trúlofuð. AFP

Forsetadóttirin Tiffany Trump er búin að trúlofa sig. Hin 27 ára gamla Trump tilkynnti trúlofun sína og Michael Boulos á Instagram á sama tíma og hún kvaddi Hvíta húsið í gærkvöldi. Faðir hennar Donald Trump lætur af embætti í dag. 

Tiffany Trump birti mynd af sér og Boulos í garði í Hvíta húsinu. Hún sagði það hafa verið heiður að fá að upplifa stór tímamót í Hvíta húsinu. „Og skapa minningar með fjölskyldu minni hér í Hvíta húsinu, engin sérstakari en trúlofun mín og Michael frábæra unnusta míns!Þakklát og spennt fyrir næsta kafla,“ skrifaði Tiffany Trump meðal annars á Instagram. 

Tiffany Trump og Boulos gerði samband sitt opinbert í desember árið 2017. Þau eru sögð hafa kynnst sumarið 2017 á grísku eyjunni Mykanos á strandbar Lindsay Loahn. Boulos kemur einnig af ríkum ættum en faðir hans er efnaður viðskiptamaður í Nígeríu. 

Tiffany Trump er yngri dóttir Donalds Trumps og næstyngsta barn forsetans. Donald Trump á hana með fyrrverandi eiginkonu sinni Mörlu Maples.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.