Fékk heilablóðfall og hjartaáfall

Bandaríska söngkonan Demi Lovato.
Bandaríska söngkonan Demi Lovato. AFP

Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur tjáð sig í fyrsta sinn um of stóran skammt sem hún tók árið 2018. Í nýrri heimildarmynd kemur fram að hún var aðeins örfáum mínútum frá dauðanum.

Hún hafði fram að því verið allsgáð í sex ár eftir að hafa farið í meðferð við áfengis- og eiturlyfjafíkn, að því er BBC greindi frá.

Í stiklu fyrir heimildarmyndina á YouTube, Dancing With The Devil, tjáði hún sig um það sem gerðist. „Ég fékk þrjú heilablóðföll. Ég fékk hjartaáfall. Læknarnir mínir sögðu að ég hefði átt fimm til tíu mínútur í viðbót,“ sagði hún.

Í viðtali við AP bætti hún við að þessi of stóri skammtur hefði orðið til þess að hún hlaut heilaskaða. „Ég glími enn við eftirköstin í dag.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.