Vildi synda nakinn í laug Jenner

Karlmaður reyndi að synda nakinn í sundlaug Kendall Jenner.
Karlmaður reyndi að synda nakinn í sundlaug Kendall Jenner. ANGELA WEISS

Karlmaður var handtekinn um liðna helgi fyrir að reyna synda nakinn í sundlaug fyrirsætunnar Kendall Jenner. Maðurinn fór inn í garð Jenner í leyfisleysi og hóf að berja á glugga og veggi til að reyna að ná sambandi við hana.

Jenner var heima þegar atvikið átti sér stað en var örugg inni í húsi sínu. Öryggisverðir Jenner voru látnir vita og þegar þeir komu á staðinn hafði maðurinn klætt sig úr öllum fötunum og var á leið í sundlaugina. 

Öryggisverðirnir náðu hins vegar í skottið á honum áður en hann stakk sér til sunds og héldu honum föstum þar til lögreglan kom á staðinn og handtók hann. 

Maðurinn eyddi sex tímum í fangelsinu og var að lokum sleppt vegna sóttvarnaráðstafana. Atvikið átti sér stað á sunnudagskvöldi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem óprúttinn aðili reynir að brjótast inn til Jenner og hefur hún hert öryggisgæslu til muna á heimili sínu. 

Nýlega sóttu lögmenn Jenner um nálgunarbann gegn öðrum manni sem hafði átt í hótunum við hana. Maðurinn er andlega veikur og hefur legið inni á geðdeild nýlega. Maðurinn var með ranghugmyndir og sagði í hótunum sínum að hann hygðist kaupa sér ólöglegt skotvopn og skjóta hana og svo sjálfan sig í kjölfarið. Hann er nú nauðungarvistaður á geðdeild og nálgunarbannið samþykkt af dómara.

TMZ

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.