Átti sérstakan stað í hjarta Breta

Filippus prins árið 2020.
Filippus prins árið 2020. AFP

Fil­ipp­us prins fædd­ist á grísku eyj­unni Korfú árið 1921 og lést í dag 9. apríl 2021. Hann hefði því fagnað 100 ára afmæli í júní á þessu ári. Mikil sorg ríkir í Bretlandi um þessar mundir en ljóst er að prinsinn átti sérstakan stað í hjarta Breta. 

Af grískum og dönskum konungsættum

Filippus var af grísk­um og dönsk­um kon­ung­s­ætt­um. Afi hans var Grikklandskóngur og var fjöl­skylda Filippusar gerð út­læg frá Grikklandi. Þá ólst hann upp í Frakklandi, Þýskalandi og loks Bretlandi.

Foreldrar hans kynntust í jarðarför Viktoríu drottningar árið 1901. Móðir Fil­ippus­ar var prins­essa Alice af Batten­berg. Hún var barna­barna­barn Vikt­oríu og fædd­ist í Windsor-kast­al­an­um. Faðir Filippusar var Andrés Grikklands- og Danmerkurprins. Þau slitu samvistum og faðir hans fluttist til Monte Carlo til þess að vera með ástkonu sinni. Andlegri heilsu móður Filippusar hrakaði mjög og var hún lögð inn á geðsjúkra­hús í Aust­ur­ríki. Síðar átti hún eft­ir að helga líf sitt góðgerðar­mál­um í Grikklandi og varði svo síðustu tveim­ur árum ævi sinn­ar hjá Fil­ipp­usi og Elísa­betu II Bret­lands­drottn­ingu.

Filippus prins orðum prýddur.
Filippus prins orðum prýddur. AFP

Barðist í sjóhernum

Fil­ipp­us kynnt­ist aldrei hefðbundnu fjöl­skyldu­lífi né miklum stöðugleika. Hann lærði því ungur að reiða sig á sjálfan sig. Hann var send­ur í heima­vist­ar­skóla og síðar í sjó­her­inn þar sem hann barðist fyrir Bretland í seinni heimsstyrjöldinni. Fjórar systur hans giftust Þjóðverjum og þrjár þeirra studdu málstað nasista. Það er skemmst frá því að segja að systrum hans var ekki boðið í brúðkaup hans og Elísabetar II árið 1947.

Eftir stríð talaði prinsinn máli uppbyggingar og tækniframfara og hefur almennt verið talinn mjög framsýnn og framtakssamur. Hann hafði líka orð á sér fyrir að vera hispurslaus í samskiptum og afar litríkur persónuleiki. Umfram allt er hans minnst fyrir að veita drottningunni ómetanlegan stuðning. 

Brúðkaup Elísabetar og Filippusar árið 1947
Brúðkaup Elísabetar og Filippusar árið 1947 AFP

Hvað um Elísabetu?

Sérfræðingar í Bretlandi hafa velt fyrir sér stöðu drottningar í kjölfar andláts prinsins. „Drottningin mun sakna hans án efa. En dauði hans mun ekki hafa komið henni á óvart enda hafði hann glímt við heilsubrest lengi. Söknuðurinn verður sár en drottningin mun halda áfram sínum skyldustörfum. Öll pör á þessum aldri búast við hinu versta en þeirra staða er þó afar sérstök. Sem drottning og höfuð ríkisins er Englandsdrottning mun einangraðri og hefur þurft að reiða sig mjög á ráðgjöf og félagsskap prinsins. Þetta verða því mikil viðbrigði,“ sagði álitsgjafi í viðtali við BBC.

Fil­ipp­us og Elísa­bet II voru gift í rúm 73 ár. Þau eignuðust fjög­ur börn, Karl prins, Önnu prins­essu, Andrés prins og Ját­v­arð prins. Þau eiga átta barnabörn og 10 barnabarnabörn og eitt á leiðinni.

Konungshjónin árið 1987.
Konungshjónin árið 1987. AFP
Elísabet drottning og Filippus prins voru bestu mátar.
Elísabet drottning og Filippus prins voru bestu mátar. AFP
Margir leggja leið sína til Windsor til þess að samhryggjast …
Margir leggja leið sína til Windsor til þess að samhryggjast konungsfjölskyldunni. AFP
Flaggað er í hálfa stöng í dag vegna andláts prinsins.
Flaggað er í hálfa stöng í dag vegna andláts prinsins. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í lagi að láta sig dreyma svo framarlega sem þið velkist ekki í vafa um hvað er draumur og hvað raunveruleiki. Traust er best í hófi, reyndu að temja þér meira hlutleysi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í lagi að láta sig dreyma svo framarlega sem þið velkist ekki í vafa um hvað er draumur og hvað raunveruleiki. Traust er best í hófi, reyndu að temja þér meira hlutleysi.