Sakar youtubestjörnu um kynferðisofbeldi

Justine Paradise hefur sakað Jake Paul um að hafa beitt …
Justine Paradise hefur sakað Jake Paul um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi sumarið 2019.

Tiktokstjarnan Justine Paradise hefur sakað youtubestjörnuna Jake Paul um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á heimili hans í Los Angeles árið 2019. 

Paradise segir að Paul hafi gripið um höfuð hennar og neytt hana til að hafa munnmök við sig og snert hana á óviðeigandi hátt án samþykkis. 

Paradise greindi frá ofbeldinu í 20 mínútna löngu myndbandi á YouTube sem hún birti í síðustu viku. Paul hefur ekki enn svarað ásökununum opinberlega. 

Paradise segist hafa beðið í tvö ár með að segja frá atvikinu þar sem hún hafi skrifað undir þagnareið en hún segir að Paul láti alla sem komi inn á heimili hans skrifa undir slíkan eið. 

Í myndbandinu segir hún frá því að hún hafi hitt hann þó nokkrum sinnum í júní og júlí árið 2019. Sameiginlegur vinur kynnti þau og fór hún oft á heimili hans á þessum tíma. Einn daginn hafi hún verið að hanga með honum og vinum hans í stúdíóinu og þá hafi hann dregið hana í eitt hornið og byrjað að kyssa hana.

Í upphafi var hún samþykk kossunum en svo leiddi hann hana inn í svefnherbergið sitt og lét hana snerta sig á stöðum gegn hennar samþykki. Síðan hafi hann neytt hana til að hafa munnmök við sig meðan hann lá ofan á henni. 

„Fyrir mér er kynlíf mjög sérstakt og einstakt. Vanalega ber hinn aðilinn virðingu fyrir því þegar ég vil ekki gera eitthvað ákveðið, svo ég hélt að það væri í lagi að fara með honum inn í herbergi og kyssa hann. Ég hélt það myndi vera í lagi að kyssa hann, því ég hélt að hann myndi stoppa ef ég vildi ekki gera neitt meira,“ sagði Paradise. 

„Hann bað aldrei um samþykki eða neitt. Það er ekki í lagi. Það er aldrei í lagi,“ sagði Paradise. Hún segir að Paul hafi verið kaldur í viðmóti við hana eftir það og ekki talað við hana. Hann hafi ekki beðist afsökunar og hætt að svara skilaboðum frá henni. 

Jake Paul er með yfir 20 milljónir áskrifenda að youtuberás sinni. Paradise er með yfir 10 þúsund áskrifendur á YouTube en hennar vinsældir eru helst á TikTok þar sem hún er með yfir hálfa milljón fylgjenda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes