Adam Perkins er látinn 24 ára að aldri

Adam Perkins er látinn 24 ára að aldri.
Adam Perkins er látinn 24 ára að aldri. Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Adam Perkins er látin 24 ára að aldri. Tvíburabróðir hans Patrick Perkins greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlum í dag en hann lést sunnudaginn 11. apríl 

Perkins var ein af fyrstu stjörnunum á samfélagsmiðlinum Vine. Vine er ekki lengur til en var undanfari samfélagsmiðilsins TikTok sem tröllríður öllu í dag. Þegar hæst stóð hjá Perkins var hann með yfir 200.000 fylgjendur en hann var þekktur fyrir að gera skrítin og fyndin myndbönd. 

Bróðir hans gaf ekki upp dánarorsök. „Bróðir minn, Adam Perkins, lést sunnudaginn 11. apríl 2021. Ég get ekki komið því í orð hvað fráfall hans þýðir fyrir mér. Að vera tvíburi er hluti af sjálfsmynd minni. Það er það eina sem ég þekki og ég á erfitt með að finna orð yfir það hvernig það verður að lifa í þessum heimi án hans. Besta vinar míns. Ég elska þig, besti vinur minn Adam. 1997 – að eilífu,“ skrifaði Patrick Perkins. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðgerðir sem þú ákveður á heimilinu munu endast lengi og reynast vel þess virði, þegar upp er staðið. Eitthvað ergelsli er í ungviðinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðgerðir sem þú ákveður á heimilinu munu endast lengi og reynast vel þess virði, þegar upp er staðið. Eitthvað ergelsli er í ungviðinu.