„Varð að komast í sína sturtu”

Máttur vanans er sterkur, eins og Sólveig Ösp Haraldsdóttir segir gjarnan frá spaugilegri sturtuferð í World Class til að leggja áherslu á, en hún aðstoðar fólk við að lifa í sátt við sjálft sig og fjölga gleðistundum í lífi þess.

Hún er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum í dag.

Vaninn á ekki síður við um hugsanir fólks. Margir eru fastir í því að hugsa neikvæðar hugsanir um sjálfa sig og það getur verið erfitt að losna út úr slíkum vítahring.

Í myndskeiðinu segir hún Berglindi frá sturtuferðinni.

Sólveig Ösp er viðskiptalögfræðingur og fyrrverandi bankastarfsmaður. Fyrir nokkrum árum sneri hún algjörlega við blaðinu og hóf vegferð sína að innihaldsríkara og betra lífi. Í dag heldur hún úti facebooksíðunni „Gleðilegt líf – lærðu að elska þig“ sem ætlað er að veita þeim sem eiga leið hjá innblástur og hvata með jákvæðum og uppbyggilegum skilaboðum.

Ásamt því vinnur hún að því að byggja upp sitt fyrirtæki sem felst í því að hjálpa fólki að komast í betri líðan, lifa í sátt við sjálft sig og fjölga gleðistundunum í lífinu, það gerir hún meðal annars með námskeiðinu „Lærðu að elska þig“.

Það sem Sólveig telur mestu máli skipta er það hvernig við tölum og hugsum til okkar sjálfra, við eigum að vera okkar besti vinur en ekki okkar versti óvinur. Það gerum við með því að æfa okkur og getum notað til þess sem dæmi jákvæðar staðhæfingar eða möntrur.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren