Rifta samningnum við James Charles

Youtube-stjarnan James Charles.
Youtube-stjarnan James Charles. AFP

Streymisveitan YouTube hefur rift samstarfssamningi sínum við youtubestjörnuna James Charles. Charles viðurkenndi á dögunum að hann hefði í tvígang átt í samskiptum við 16 ára drengi og sent þeim kynferðisleg skilaboð.

Samstarf YouTube og Charles felur í sér að hann hagnast fjárhagslega á myndböndum á rás sinnni en Charles er talinn hafa hagnast um 20 milljónir á samstarfinu. 

YouTube greindi ekki frá því hvort Charles fengi aftur samning. 

YouTube notaði ákvæði um ábyrgð efnisframleiðanda til að rifta samningnum. „Ef við verðum vör við að framleiðandi skaði á einhvern hátt notendur okkar, samfélagið, starfsmenn eða umhverfið, á YouTube eða ekki, áskiljum við okkur rétt til að bregðast við til að vernda samfélagið,“ segir í ákvæðinu. 

YouTube er annað fyrirtækið til að endurskoða samninga sína við Charles en snyrtivörufyrirtækið Morphe tilkynnti að það hefði rift samstarfi sínu við hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes