Úti að borða eftir sambandsslit ársins

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez árið 2020.
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez árið 2020. AFP

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez og hafna­bol­takapp­inn fyrr­ver­andi Alex Rodriguez eru enn í samskiptum þrátt fyrir að hafa slitið trúlofun sinni á dögunum. Parið fyrrverandi sást úti að borða saman á föstudagskvöldið. 

Lopez og Rodriguez sáust snæða saman á Hotel Bel Air í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudagskvöldið að því fram kemur á vef ET. Kvöldverðurinn leit þó ekki út fyrir að vera rómantískur. Þau komu hvort í sínu lagi og fóru aftur hvort í sínu lagi. 

Parið var trúlofað í tvör ár en greindu frá því í sameiginlegri yfirlýsingu í apríl að þau væru hætt saman. 

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez árið 2018.
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez árið 2018. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki.