Klara þorir að opna hjarta sitt og hleypa ástinni að

Klara Elíasdóttir samdi lagið í eyðimörkinni í Kaliforníu.
Klara Elíasdóttir samdi lagið í eyðimörkinni í Kaliforníu.

Klara Elíasdóttir sem gerði garðinn frægan í Nylon og seinna í stúlknahljómsveitinni Charles hefur gefið út sína þriðju smáskífu, lagið Skyline. Um er að ræða hina fullkomnu popp-ballöðu sem fær fólk til að líða betur. Á síðustu mánuðum hefur Klara gefið út tvær aðrar smáskífur þar sem hún hefur gert upp brotið hjarta og ástarsorg. Í sumarsmellinum Skyline syngur hún hins vegar um hugrekkið sem fylgir því að vera ástfanginn. 

Klara samdi lagið með lagahöfundinum og upptökustjóranum James Wong. Hann hefur meðal annars samið lög fyrir Justin Bieber, Demi Lovato og Fifth Harmony. Skyline er hluti af stuttskífu (EP) sem Klara mun gefa út seinna í sumar. Til þess að búa til ennþá meiri stemningu í kringum tónlistina hefur Klara látið framleiða hettupeysur og boli. 

„Lagið var samið í eyðimörkinni í Kaliforníu, áður en hörmungarnar dundu yfir heiminn í fyrra, í einu fallegasta húsi sem ég hef unnið í. Lagið endurspeglar algjörlega hvað ég var bjartsýn og hamingjusöm þennan dag. Lagið fjallar eiginlega um það að þora að verða ástfangin og áhættuna sem fylgir því að galopna hjarta sitt fyrir einhverju nýju  þótt það hræði þig. Því það getur verið mjög „scary“, þegar það hefur verið brotið illa áður, að taka sénsinn og treysta því að ef maður fellur þá sé þar einhver til að grípa þig,“ segir Klara.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.