Matthew McConaughey æsti fótboltabullur

Stórleikarinn Matthew McConaughey er greinilega mikill knattspyrnuáhugamaður ef marka má …
Stórleikarinn Matthew McConaughey er greinilega mikill knattspyrnuáhugamaður ef marka má myndbandið sem fylgir þessari frétt. AFP

Fótboltafárið sem geisar þessa dagana í kringum Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu virðist ekki vera staðbundið við okkar álfu. Stórleikarinn Matthew McConaughey er greinilega mikill knattspyrnuáhugamaður ef marka má myndbandið sem fylgir þessari frétt.

Það var á fyrsta heimaleik knattspyrnufélagsins FC Austin í Texasríki á dögnum þegar McConaughey kom heldur betur á óvart þegar hann gékk inn á leikvang FC Austin nokkrum mínútum áður en leikurinn hófst, klæddur í græn jakkaföt, með sólgleraugu og stóra trommu hangandi framan á sér.

Hann byrjaði að kyrja söng og berja á leðrið eins og óð fótboltabulla og áhorfendur tóku vel undir með stórleikaranum.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.