Aniston hefur ekkert að fela

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP

Leikararnir Jennifer Aniston og David Schwimmer viðurkenndu í endurkomuþætti af Vinum að þau hefðu verið hrifin hvort af öðru þegar þau léku í þáttunum vinsælu, tíminn var hins vegar aldrei réttur. Aniston sagði í útvarpsþætti á dögunum að ekkert hefði gerst á milli þeirra. 

„Við vorum í samböndum og það var aldrei réttur tími og þetta hefði ekki gengið,“ sagði Aniston í þætti Howards Sterns á miðvikudaginn með vinkonum sínum Courteney Cox og Lisu Kudrow. Í staðinn fóru allar tilfinningarnar í Ross og Rachel sem áttu í haltu-mér-slepptu-mér-sambandi í Vinum að því er fram kemur á vef Page Six. 

Stern hélt áfram að spyrja Aniston hversu náið samband þeirra Schwimmers hefði verið. „Hann var yndislegur, David var frábær,“ sagði Aniston. „En nei, við gerðum það aldrei. Courteney og Lisa myndu vita það af því þær hefðu heyrt af því. Þær geta staðfest það.“ Cox sagði það vera satt. 

„Ég myndi stolt segja að ég hefði sofið hjá Schwimmer ef það hefði gerst. En nei,“ sagði Aniston.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.