Pantaði bongóblíðu hjá Jakobi Frímanni

Óli Dóri er rekstrarstjóri Kex Hostel.
Óli Dóri er rekstrarstjóri Kex Hostel.

Á morgun, laugardaginn 17. júlí, verður blásið til veislu á Kex Hostel við Skúlagötu í Reykjavík þar sem einn vinsælasti samkomustaður Reykvíkinga heldur 10 ára afmælisveislu. Um er að ræða stærstu tónleikana á Kex eftir heimsfaraldurinn. Afmælishátíðin er haldin í portinu aftan við Kex Hostel en þar þykir afar skjólsælt undan norðanáttinni. Stórtónleikarnir hefjast klukkan 14:00 og þeim lýkur á miðnætti.

Fram koma 10 hljómsveitir og má þar nefna Birnir, gugusar, Teit Magnússon, Skoffín og Hipsumhaps. 

Ólafur Halldór Ólafsson, Óli Dóri, rekstrarstjóri Kex segir að það ríki mikil eftirvænting á Kexinu fyrir 10 ára afmælisveislunni. Hann segist hafa óskað eftir því að sólin láti sjá sig og vonast eftir því, líkt og fleiri, að bráðum komi betri tíð í Reykjavík. 

„Ég setti inn pöntun fyrir bongóblíðu hjá Jakobi Frímanni Magnússyni,“ segir Óli Dóri og hlær og segist vonast eftir því að Veðurbreytingavélin sem Jakob Frímann flutti inn árið 2015, sem átti að tryggja heiðskýran himinn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, verði virkjuð á morgun. 

10 klukkutíma stórtónleikar fara fram úti í portinu á Kex …
10 klukkutíma stórtónleikar fara fram úti í portinu á Kex Hostel á morgun, laugardaginn 17. júlí. Arnþór Birkisson

„Að öllu gamni slepptu þá erum við mjög spennt fyrir því að standa fyrir fyrstu stórtónleikum í Reykjavík eftir heimsfaraldurinn. Ef allt gengur eftir varðandi pöntunina mína hjá Jakobi þá má reikna með því að hitinn í portinu hjá okkur gæti farið vel yfir 20 stig. Þetta verður frábært,“ segir Óli.

Aðspurður hvort Kexliðar muni bjóða gestum upp á sólarvörn segir Óli ekki svo vera. „Því miður bjóðum við ekki upp á sólarvörn en við hvetjum gesti til að bera vel á sig og börnin sín áður en þeir mæta í portið til okkar. Hinsvegar, verðum við með mat og drykk í boði fyrir þá sem koma snemma,“ segir Óli.

Ingibjörg Turchi stígur fyrst á svið og svo tekur nýtt tónlistaratriði við á klukkutímafresti til miðnættis. „Þau sem verða svöng í þessari 10 tíma tónlistarveislu geta smakkað pítsurnar á veitingastaðnum okkar Flatus, allar pitsurnar á tólf hundruð krónur. Svo er kosturinn við portið auðvitað sá að fólk getur komið og farið þegar litlir sem stórir fætur eru orðnir þreyttir eða hávaðinn of mikill fyrir eyrun,“ segir Óli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes