Óvenjuleg vinátta núverandi og fyrrverandi

Katy Perry og Orlando Bloom.
Katy Perry og Orlando Bloom. AFP

Fyrrverandi eiginkona Orlandos Blooms, ofurfyrirsætan Miranda Kerr, og núverandi unnusta hans, Katy Perry, virðast vera mjög góðar vinkonur. Þær halda ekki bara friðinn vegna þess að Bloom á son með Kerr heldur fara þær líka saman í jóga. 

Perry birti myndskeið af þeim í síðustu viku þar sem þær fóru saman í jóga. Kerr var að kynna nýja vellíðunarlínu sína. „Í fyrsta sinn sem ég hef gert jóga síðan ég varð ólétt,“ skrifaði Perry á instagramsíðu sína og sagði að sér liði vel í slökunarstöðunni. 

Miranda Kerr á son með Orlando Bloom.
Miranda Kerr á son með Orlando Bloom. AFP

Bloom og Kerr voru gift á árunum 2010 til 2013. Hjónin fyrrverandi eiga saman soninn Flynn sem er tíu ára. Fyrirsætan gekk seinna í hjónaband með Evan Spiegel, stofnanda Snapcaht, og á með honum tvo syni. Perry og Bloom byrjuðu saman árið 2016 og trúlofuðu sig í febrúar 2019. Þau eignuðust sitt fyrsta barn saman í fyrrasumar. 

Kerr hefur tjáð sig opinberlega um hversu ánægð hún er með Perry. Hún segir það mikilvægt fyrir son þeirra Blooms að eiga hamingjusaman föður og hamingjusama móður. „Ég er bara svo þakklát að Orlando og Katy fundu hvort annað,“ sagði Kerr meðal annars í viðtali í fyrra að því er fram kemur á UsWeekly

View this post on Instagram

A post shared by KATY PERRY (@katyperry)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.