Erfiðast að fá ekki að faðma ömmu í jarðarförinni

Peter Phillips, lengst til hægri, ásamt frændum sínum Vilhjálmi og …
Peter Phillips, lengst til hægri, ásamt frændum sínum Vilhjálmi og Harry Bretaprins. AFP

Peter Phillips, barnabarn Elísabetar II Bretadrottningar og Filippusar hertoga af Edinborg, segir að það erfiðasta við jarðarför afa síns hafi verið að mega ekki faðma ömmu sína. Hertoginn af Edinborg lést 9. apríl síðastliðinn og var útförin gerð 17. apríl. 

Vegna samkomutakmarkana og sóttvarnaaðgerða var útförin með öðru sniði en vanalega og þurfti drottningin að sitja einsömul í kirkjunni. 

„Hugur okkar var hjá ömmu. Við erum búin að reyna að styðja við hana eins mikið og við getum. Allir sáu myndina af hennar hátign sitja ein. Það hefði verið eins í ölum öðrum fjölskyldum, það erfiðasta var að mega ekki faðma manneskjuna sem stóð næst hinum látna,“ sagði Phillips í viðtali við BBC.

Phillips er elsta barnabarn drottningarinnar og hertogans, eini sonur Önnu prinsessu og fyrsta eiginmanns hennar, Marks Phillips. 

Hann sagði að þótt andlátið væri sorglegt þyrfti maður að hugsa um það sem er jákvætt og minnast allra góðu stundanna.

Elísabet II Bretasdrottning sat ein við útför eiginmanns síns.
Elísabet II Bretasdrottning sat ein við útför eiginmanns síns. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson