Beyonce fertug

Beyoncé.
Beyoncé. AFP

Stórstjarnan Beyoncé Knowles fagnaði fertugsafmæli sínu um síðastliðna helgi. Af því tilefni hefur eins konar minningabanki verið útbúinn á heimasíðunni Beyonce.com sem inniheldur klippimyndir af henni í ýmsum aðstæðum allt frá því hún fæddist. Lífshlaup hennar og ferill er rakinn með klippimyndunum sem gera aðdáendum kleift að smella á hverja og eina mynd og skoða nánar.   

Á þessum fjórum áratugum hefur mikið gerst í lífi Beyoncé og ferðalag hennar upp á stjörnuhimininn nánast átt sér stað frá bernsku. Söngur og dans hafa alltaf verið stór hluti af lífi Beyoncé. Til að mynda var hún aðeins sjö ára þegar hún söng sig inn í hjarta amerísku þjóðarinnar og vann sína fyrstu hæfileikakeppni af mörgum.

Stelpusveitin Destiny's Child

Á heimasíðunni má sjá unglingsár hennar rakin þar sem hún var í óðaönn að stækka tengslanet sitt og stigvaxandi að ná frægð og frama. Árið 1997 fór heimsbyggðin næstum því á hliðina þegar stelpubandið Destiny's Child leit dagsins ljós. Beyoncé var þar fremst í flokki og átti hún stóran þátt í laga- og textasmíði bandsins. Faðir hennar, Mathew Knowles, var umboðsmaður bandsins og frænka hennar, Kelly Rowland, ein þriggja söngkvenna. Þrátt fyrir miklar vinsældir hljómsveitarinnar ákvað Beyoncé að stíga til hliðar og hefja eigin söngferil árið 2002.

Það var henni ákveðið gæfuspor að einbeita sér að sólóferlinum. Fljótlega fór hún að vinna til fjölmargra Grammy-verðlauna og var boðið að leika í ýmsum bíómyndum. Beyoncé er talin ein áhrifamesta kona heims.

Frami og fjölskylda fléttast saman

Í apríl árið 2008 gengu Beyoncé og tónlistarmaðurinn Jay Z í hjónaband. Þau höfðu verið par í rúm sjö ár áður en þau ákváðu að gifta sig og stofna til fjölskyldu saman. Í dag eiga þau þrjú börn og virðist fjölskyldan njóta mikillar velgengni bæði í leik og starfi. Beyoncé hefur verið ötul við að búa sér til atvinnutækifæri samhliða móðurhlutverkinu í gegnum tíðina og sinnt báðum hlutverkum vel.

Lítur yfir farinn veg

„Ég hef gert svo mikið á þessum 40 árum og nú langar mig bara að njóta lífsins. Ég hef fengið að ferðast um allan heiminn og séð ýmislegt. Það er erfitt að sigla á móti straumnum en það er mjög gott að líta yfir farinn veg og sjá að maður hefur stundum verið lítill hluti af tímabærum breytingum sem hafa átt sér stað í heiminum,“ er haft eftir Beyoncé. „Væntingar mínar til framtíðarinnar eru að halda áfram að gera það sem fólk heldur að ég geti ekki gert.“

Þá hefur Beyoncé einnig sagt í viðtölum við fjölmiðla vestanhafs að ný tónlist sé væntanleg. Aðdáendur hennar þurfa því ekki að örvænta – allt er fertugum fært.

Klippimynd af ferli Beyonce.
Klippimynd af ferli Beyonce. Skjáskot/Beyonce.com
Farsæll ferill Beyonce.
Farsæll ferill Beyonce. Skjáskot/Beyonce.com
Ein áhrifamesta kona heims.
Ein áhrifamesta kona heims. Skjáskot/Beyonce.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson