Leitað að breskri leikkonu í Los Angeles

Leitað er að Tönyu Fear í Los Angeles í Bandaríkjunum.
Leitað er að Tönyu Fear í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Twitter

Lögregla í Los Angeles í Bandaríkjunum leitar nú að bresku leikkonunni Tönyu Fear. Vinir hennar og fjölskylda hafið vakið athygli á brotthvarfi hennar undir myllumerkinu #FindTanyaFear á samfélagsmiðlum. 

Ekkert hefur spurst til Fear síðan á fimmtudag. Umboðsmaður hennar, ALex Cole, sagði í viðtali við ABC News í gær að það hefði verið í góðu lagi með hana þegar hann hitti hana fyrir viku.

Fear hefur farið með lítil hlutverk í fjölda þátta, til dæmis Doctor Who, Spotless, Endeavour, DCI Banks og Midsomer Murders. 

„Henni hefur liðð vel síðan hún kom hingað, gengið vel í bransanum og þetta er aðeins byrjunin á hennar ferli. Við höfum áhyggjur af henni og vonum að þetta séu bara mistök og hún finnist,“ sagði Cole við ABC. 

Fear er 31 árs gömul. Hún sást síðast í Trader Joe-verslun við Santa Moinca Boulevard.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.