Beitti druslusmánun og sér eftir því

Katherine Ryan sló í gegn í þáttunum The Duchess.
Katherine Ryan sló í gegn í þáttunum The Duchess. Skjáskot/Instagram

Kanadíski grínistinn Katherine Ryan segist sjá mjög eftir því hvernig hún kom fram við konur sem sváfu hjá fyrrverandi maka hennar.

Að hennar sögn hafa karlmenn haldið framhjá henni með bæði giftum konum og kynlífsverkafólki og mikið logið að henni.

„Ég var mjög vond við konur. Ég sé eftir því núna,“ sagði Ryan. „Nú veit ég að þetta var ekki þeim að kenna og kynlífsvinna er vinna. Konurnar vissu ekki af mér.“

„Ég öskraði ekki á þær en ég var reið og átti það til að senda þeim skilaboð og beitti druslusmánun ... Ég vissi bara ekki betur. Ég hef beðist afsökunar.“ Ryan segir einnig að fyrrverandi maki hafi eitt sinn útbúið tilbúna persónu og sagði Ryan frá framhjáhöldunum með aðstoð þessarar tilbúnu persónu. 

„Einn var svo hreykinn af sjálfum sér að hann vildi segja mér frá framhjáhöldunum. Þannig að hann bjó til tilbúna persónu sem hét Adam Diablo sem væri að gera alla þessa hluti. Það tók mig mörg ár að komast að því að þessi maður er ekki til, heldur var þetta bara kærasti minn að gera þetta allt.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.