Segir Lennon hafa gengið út frá Bítlunum

Paul McCartney.
Paul McCartney. AFP

Tónlistarmaðurinn og fyrrverandi liðsmaður Bítlanna Paul McCartney segir að John Lennon hafi verið kveikjan að endalokum Bítlanna. Undanfarin 50 ár hefur McCartney axlað ábyrgðina á því að hljómsveitin hætti árið 1970 en nú kveður við nýjan tón hjá tónlistarmanninum.

Rökin fyrir því að McCartney hafi borið ábyrgð á því að Bítlarnir hættu var fréttatilkynning um sólóplötu hans, þar sem hann sagðist vera í hléi frá stærstu rokksveit heims. 

Í viðtali við BBC Radio 4 sagði McCartney að það hafi ekki verið hann sem var kveikjan. „Það var Johnny okkar. Ég er ekki manneskjan sem var kveikjan. Ó nei, nei, nei. John gekk inn í herbergið einn daginn og sagðist ætla að hætta í Bítlunum. Og hann sagði: „Það er frekar spennandi, það er smá eins og skilnaður.“ Og hann skildi okkur eftir til að tína upp brotin,“ sagði McCartney. 

Viðtalið er í nýrri viðtalsseríu Radio 4, This Cultural Life, og verður þar birt í heild sinni 23. október.

Paul McCartney og John Lennon árið 1964.
Paul McCartney og John Lennon árið 1964. HO

Spurður hvort Bítlarnir hefðu getað haldið áfram ef Lennon hefði ekki gengið í burtu sagði McCartney svo hafa verið. „Ástæðan var í rauninni að John var að skapa sér nýtt líf með Yoko og hann langaði að... liggja í rúmi í Amsterdam í viku fyrir frið. Það var ekki hægt að rökræða um það. Þetta var erfiðasta tímabil lífs míns,“ sagði McCartney. 

„Þetta var hljómsveitin mín, þetta var vinnan mín, þetta var lífið mitt. Ég vildi halda áfram. Ég hélt við værum að gera góða hluti, Abbey Road, Let It Be, ekki slæmt. Og ég hélt við gætum haldið áfram.“

Leyndarhyggja hefur hvílt yfir endalokum Bítlanna undanfarin ár og hafa margir rannsakað málið í þaula og komist að því að McCartney hafi verið orsökin. Hann segir að misskilningurinn hafi einnig kviknað vegna Allen Klein, nýs umboðsmanns sveitarinnar sem hann átti erfitt með að vinna með. 

„Við þurftum að þykjast í nokkra mánuði. Það var mjög skrítið því við vissum allir að þetta voru endalok Bítlanna, en við gátum bara ekki gengið í burtu,“ sagði McCartney sem endaði á að lögsækja sveitina til að tryggja að Klein hefði ekki réttinn að plötum sveitarinnar. 

„Þeir þökkuðu mér fyrir það seinna, en ég var ekki kveikjan að endalokunum,“ sagði McCartney. 

Bítlarnir hættu árið 1970.
Bítlarnir hættu árið 1970. HO
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.