Tyga handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Rapparinn Tyga var handtekinn síðdegis í gær.
Rapparinn Tyga var handtekinn síðdegis í gær. mbl

Rapparinn Tyga var handtekinn síðdegis í gær vegna gruns um heimilisofbeldi. Meint ofbeldisbrot eru rakin með beinum hætti til ásakana kærustu rapparans, Camaryn Swanson, á hendur honum. 

Fatahönnuðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Camaryn Swanson deildi mynd af sér í sögu á Instagram þar sem hún er með sjáanlega áverka í andliti. Segir hún áverkana vera eftir líkamsársás sem hún varð fyrir af rapparanum. Merkti hún fréttamiðilinn TMZ á myndina þar sem hún sagðist ekki ætla að þegja lengur yfir því ofbeldi sem hún hefði þurft að sæta undanfarið. Parið hefur aðeins verið saman í nokkra mánuði en sögur herma að þau hafi byrjað að stinga saman nefjum síðastliðið vor.

Þrátt fyrir að vera niðurlægð og brotin fór Swanson á lögreglustöð í Los Angeles og lagði fram kæru. Það sagðist hún hafa gert til þess að standa með sjálfri sér í eitt skipti fyrir öll. Gaf hún lögreglunni nánari skýrslu um málsatvik en samkvæmt frétt TMZ var Tyga handtekinn í kjölfarið. Honum var þó sleppt úr haldi stuttu seinna eftir að hafa greitt 50.000 bandaríkjadali í tryggingafé, eða um það bil 6,5 milljónir íslenskra króna.

Áverkarnir á andliti Cameryn Swanson eru vel sjáanlegir.
Áverkarnir á andliti Cameryn Swanson eru vel sjáanlegir. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svolítil háttvísi kemur þér vel áleiðis í dag og gerir þér fært að sigla milli skers og báru í erfiðum aðstæðum. Mundu að þolinmæði þrautir vinnur allar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svolítil háttvísi kemur þér vel áleiðis í dag og gerir þér fært að sigla milli skers og báru í erfiðum aðstæðum. Mundu að þolinmæði þrautir vinnur allar.