Skynjar handanheiminn eins og Truman Show

„Ég fæ að sjá ljós, kærleik og alls konar birtingarmyndir. En ég get ekkert sagt: Þetta er svona,“ segir miðillinn Anna Birta Lionaraki um klemmuna sem hún kemst reglulega í þegar fólk hefur efasemdir um að hægt sé að sjá hluti sem eru handan okkar veraldlega heims. Hún líkir upplifuninni við að vera stödd í Hollywood kvikmyndinni The Truman Show.

Í myndskeiðinu hér að ofan segir hún frá því hversu snúið það getur verið að útskýra sína hlið á að sjá það sem aðrir sjá ekki.

Anna Birta er gest­ur Berg­lind­ar Guðmunds­dótt­ur í Dag­mál­um í dag og seg­ir frá reynslu sinni af miðils­störf­un­um sem hún sinn­ir m.a. til viðskipta­vina er­lend­is í gegn­um netið.

Hófst mikið fjölmiðlafár

Anna Birta fædd­ist á Íslandi en ólst upp í Grikklandi og lærði m.a. leik­list í Aþenu. Hún held­ur því fram að skyggni­gáf­una hafi hún fengið í arf og hef­ur mik­inn áhuga á að rann­saka hvað lík­am­leg­ir þætt­ir teng­ist henni. Fram und­an er miðils­fund­ur hjá henni í Hann­es­ar­holti hinn 23. októ­ber en síðast þegar það stóð til hófst mikið fjöl­miðlafár.

Viðtalið í heild sinni, sem er aðgengi­legt fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins, er að finna hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes