Afkvæmi guðanna sendir frá sér lag og plata á leiðinni

Rappsveitin Afkvæmi guðanna er mætt aftur.
Rappsveitin Afkvæmi guðanna er mætt aftur. Ljósmynd/Aðsend

Rappsveitin Afkvæmi guðanna sendi frá sér nýtt lag á dögunum. Lagið ber nafnið Engan Asa og er af væntanlegri plötu þeirra, „Sögulok“, sem er væntanleg í lok árs. Sveitin er skipuð af röppurunum Elvari Gunnarssyni og Kristjáni Þór Matthíassyni.

Rapparinn Ágúst Bent er á laginu sem gestarappari en hann ættu flestir að þekkja úr sveitinni XXX Rottweiler hundar.

„Afkvæmi guðanna sýna að að vanda skemmtilegt flæði með hnyttinni textagerð,“ segir í tilkynningu frá Afkvæmi guðanna.

Hljómsveitin Afkvæmi guðanna var mjög virk í upphafi aldar og mætti segja að sveitin séu í hópi frumkvöðla íslenska rappsins ásamt áðurnefndum rottweilerhundum. Sveitin sneri aftur í fyrra eftir 18 ára pásu frá útgáfum með plötunni Arnarbakki.

Lagið á Spotify:

Afkvæmi guðanna spilaði mikið í upphafi aldar.
Afkvæmi guðanna spilaði mikið í upphafi aldar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson